• slide1
  • slide2
  • slide3

Framtíðarsýn Fellaskóla er:

Að allir finni sig á heimavelli

Matseðill dagsins

Laugardagurinn 19.04.2014
Enginn matseðill er skráður í dag
Print

Úrslit í teiknisamkeppni barna í 4.bekk grunnskólanna

. | Fréttir

Nú liggja fyrir úrslit í teiknisamkeppni barna í 4. bekk grunnskóla sem Mjólkursamsalan hefur staðið fyrir undanfarin ár. Alls tóku rúmlega 1000 nemendur frá yfir 40 skólum þátt í keppninni.

Markmið keppninnar er að vekja athygli á mikilvægu hlutverki mjólkur í daglegu mataræði barna.

Að þessu sinni voru veittar viðurkenningar fyrir þrettán teikningar frá 10 skólum en að þeim stóðu sextán nemendur. Viðurkenningar voru veittar að loknu vali á úrtaki mynda sem lagðar voru fyrir Illuga Gunnarsson menntamálaráðherra. Verðlaunahafarnir koma úr skólum víðsvegar um landið. Verðlaun í teiknisamkeppninni eru 25 þúsund krónur sem fara í bekkjarsjóð viðkomandi nemenda og fær því allur bekkurinn sem að njóta með vinningshöfunum.

Þess má geta að Fellaskóli hefur haft nokkra sérstöðu í Teiknisamkeppni liðinna ára en margar mjög góðar og skemmtilegar myndir hafa borist frá skólanum og höfum við unnið til verðlauna alls 7 sinnum. Í ár var engin undantekning þar á og unnu tveir nemendur Fellaskóla til verðlauna. Þetta voru þau Mikolaj Edward Biegum og Lena Rut Martin. Óskum við þeim og Gretu S. Guðmundsdóttur myndmenntakennara innilega til hamingju með verðlaunin og munu nú 50 þúsund krónur renna í bekkjarsjóð 4. bekkjar.

P1550258

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

lenarutlokamynd

 

mikolaj 7